Lög um vindinn
-

Með vindinum þjóta skúraský
Með vindinum þjóta skúraský,
drýpur drop, drop, drop,
drýpur drop, drop, drop.Og droparnir hníga og detta‘ á ný,
drýpur drop, drop, drop,
drýpur drop, drop, drop.Nú smáblómin vakna‘ eftir vetrarblund,
drýpur drop, drop, drop,
drýpur drop, drop, drop.Þau augu sín opna er grænkar grund
drýpur drop, drop, drop,
drýpur drop, drop, drop.Texti Margrét Jónsdóttir
-

Hvínandi hvínandi vindur
Hvínandi hvínandi vindur,
hvaðan ber þig að?
Hvert ertu að fara,
viltu segja mér það?Hvínandi hvínandi vindur
kætir mína lund
og kann svo marga leiki
sem taka stutta stund.Hvínandi hvínandi vindur
hvarf frá mér í brott
en kom mér til að hlæja
og mikið var það gott.Hvínandi hvínandi vindur
hvar ert þú í dag,
kannski á bak við fjöllin
að syngja þetta lag.Lag og texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
-

Nú er úti norðanvindur
Nú er úti norðanvindur
nú er hvítur Esjutindur
ef ég ætti úti kindur
myndi ég láta þær allar inn
elsku besti vinurinn.Viðlag
:/:Umbarassa, umbarassa, umbarassassa
Umbarassa, umbarassa, umbarassassa:/:Upp er runninn öskudagur
ákaflega skýr og fagur
einn með poka ekki ragur
úti vappar heims um ból
góðan daginn - gleðileg jól.Viðlag
Elsku besti stálagrér
heyrirðu hvað ég segi þér -
þú hefur étið úldið smér
og dálítið af snæri
elsku vinurinn kæri.Viðlag
Þarna sé ég fé á beit
ei er því að leyna
nú er ég kominn upp í sveit
á rútunni hans Steina
skilurðu hvað ég meina?Viðlag
Lag Erlent þjóðlag - Ljóð Ólafur Kristjánsson
-

Dansaðu vindur
Kuldinn, hann kemur um jólin
með kolsvarta skugga,
krakkarnir kúra í skjóli hjá kerti í glugga.Vindur, já dansaðu vindur
er vetur og kuldi gefa nýjan þrótt.
Vindur, já dansaðu vindur,
vertu á sveimi´ um kalda jólanótt.Núna nístir í snjónum um nóttina svörtu,
nærast á takti og tónum titrandi hjörtu.Vindur, já dansaðu vindur
er vetur og kuldi gefa nýjan þrótt.
Vindur, já dansaðu vindur,
vertu á sveimi´ um kalda jólanótt.Vindur, já dansaðu vindur,
að vetri fá börn að finna húsaskjól.
Vindur já dansaðu vindur.
Vetur er færir börnum heilög jól.Úti fær vindur að valda, voldugum tónum.
Núna nötrar af kulda nóttin í snjónum.Vindur, já dansaðu vindur,
að vetri fá börn að finna húsaskjól.
Vindur já dansaðu vindur.
Vetur er færir börnum heilög jól.Lag Peter og Nanne Grönvall. Texti Kristján Hreinsson
Verkefni tengd vindi
-

Skapa vind
Markmið - Börn sýni áhuga og skapi hreyfingar og hljóð.
Efniviður - Fjaðrir, blöðrur.
Staður - Inni.
Lýsing - Blása og hreyfa fjaðrir og blöðru. Blása í blöðru og sleppa. Hreyfa sig eins og fjaðrir og blöðrur.
-

Nú er úti norðanvindur
Markmið - Börn skilji orð í laginu “Nú er úti norðanvindur” og skapi hljóð.
Efniviður - Blöð, hljóðfæri.
Staður - Inni eða úti.
Lýsing - Börn búa til vindhljóð og syngja.
-

Sögugerð byggð á lögum og myndskreytingum
Markmið - Börn skilji orð úr lögum og skapi sögu og teikna.
Efniviður - Blöð, litir, pennar.
Staður - Inni eða úti.
Lýsing - Ræða um lög til dæmis, Hvínandi vindur. Búa til sögu byggða á laginu. Myndskreyta sögu.
-
Dagblöð og pokar í vindi
Markmið - Börn sýni athygli, skapi hreyfingar og sýni tjáningu.
Efniviður - Dagblöð, poki, laufblöð, tónlist, hljómtæki.
Staður - Úti.
Lýsing - Setja dagblöð og poka á jörðina og sjá hvað gerist þegar vindurinn kemur, horfa á hreyfingu þeirra. Börn herma eftir pokunum og sjá hvernig þeir fjúka, snúa, festast o.s. frv. Spila tónlist eða vindhljóð.
-

Vindur og tré
Markmið - Börn hlusti á fyrirmæli, öðlist þol og æfi einbeitingu.
Efniviður - Mottur eða málningarlímband til að merkja hvar hvert barn á að standa, slæður eða mjúkt efni, hristur, tónlist, hljómtæki.
Staður - Inni eða úti.
Lýsing - Skipta hópnum í tvennt, hópur A leikur tré og hópur B leikur vind. Trén standa kyrr á sínum stað og hreyfa sig og spila á hristur þegar vindurinn kemur nálægt. Vindurinn hreyfir slæðurnar og dansar á milli trjánna.
-

Blöðrudans
Markmið - Börn þrói með sér samvinnu og líkamasvitund.
Efniviður - Blaðra, tónlist, hljómtæki.
Staður - Inni.
Lýsing - Tvö börn eru saman með blöðru á milli sín og dansa við tónlist. Gæta þess að blaðran snerti ekki gólfið eða jörðina.
-

Slökun - Búa til sápukúlur
Markmið - Börn geri öndunaræfingar og nái að slaka á.
Staður - Inni eða úti.
Lýsing - Setjast í hring og blása ímyndaðar sápukúlur. Margar litlar og síðan eina stóra sem svífur með vindinum. Fylgjast með sápukúlunni þar til hún hverfur.