Lög um rigningu

  • Drippedí-dripp

    Drippedí-dripp, droppedí-dropp, drippedí, drippedí, droppedí-dropp. Drippedí-dripp, droppedí-dropp, drippedí, drippedí-dropp.

    Rigning hér og rigning þar, já, rigningin er alls staðar en sama er mér og sama er þér, við sullum og bullum hér.

    Drippedí-dripp, droppedí-dropp, drippedí, drippedí, droppedí-dropp. Drippedí-dripp, droppedí-dropp, drippedí, drippedí-dropp.

    Lag og texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson

  • Dropalagið

    Við erum dropar, við erum dropar í einu hafi, í einu hafi. Við erum laufblöð, við erum laufblöð á sama trénu, á sama trénu.

    Tengjumst böndum, tengjumst böndum. Myndum einingu allra á jörð, stefnum að því saman – þú og ég.

    Allar þjóðir, allar þjóðir, sama þjóðin, sama þjóðin. Mannkynið, mannkynið, er ein heild, er ein heild. Tengjumst böndum, tengjumst böndum. Myndum einingu allra á jörð, stefnum að því saman – þú og ég.

    Þýðing Baldur A. Kristinsson og Birte Harksen

  • Droparnir

    :,:“Smell-smell"-"smell-smell"

    - segja droparnir við pollinn.

    :,: Og þeir stinga sér á kaf og breyta pollinum í haf.

    (skella í góminn á „smellinu“!)

    Lag og texti Soffía Vagnsdóttir

  • Í rigningu ég syng

    Í rigningu ég syng,
    í rigningu ég syng.
    Það er stórkostlegt veður,
    mér líður svo vel.
    Armar fram og armar að.

    Tjutti tja, tjutti tja, tjutti tja tja!

    Tjutti tja, tjutti tja, tjutti tja tja!

    (Lagið endurtekið og lið 2 bætt við síðan lið 3 o.s.frv.) 
    2. Beygja hné. 3. Rassinn út. 4. Inn með tær. 5. Hakan upp. 6. Tungan út..

    Lag Nacio Herb Brown

  • Með vindinum þjóta skúraský

    Með vindinum þjóta skúraský,
    drýpur drop, drop, drop,
    drýpur drop, drop, drop.

    Og droparnir hníga og detta‘ á ný,
    drýpur drop, drop, drop,
    drýpur drop, drop, drop.

    Nú smáblómin vakna‘ eftir vetrarblund,
    drýpur drop, drop, drop,
    drýpur drop, drop, drop.

    Þau augu sín opna er grænkar grund
    drýpur drop, drop, drop,
    drýpur drop, drop, drop.

    Texti: Margrét Jónsdóttir

  • Vatnsvísa

    Dripp, dropp, dripp, dropp, dripp dropp, dripp, dropp.

    Hvað er það sem rignir svo regnhlífarnar á? Hvað rennur svo bólstrunum svörtu frá? Það er vatnið, vatnið, ekkert nema vatnið. 

    Dripp, dropp dripp, dropp, dripp dropp, dripp, dropp.

    Hvað er í þeim skýjum sem skreyta loftin blá? En skipin og bátarnir sigla á?
    Það er vatnið, vatnið, ekkert nema vatnið.

    Ljóðahöfundur Lille bror Söderlund. Þýðandi Guðmundur Guðbrandsson

Verkefni tengd rigningu

  • Skoða málningadropa

    Markmið - Börn gera vísindalega tilraun til að upplifa hreyfingu dropa og tjá sig um það sem þau sjá.

    Efniviður - Fata með vatni og málning.

    Staður - Inni eða úti.

    Lýsing - Málningardropi látinn detta í vatnið í fötunni. Börnin skoða og segja hvað þau sjá ásamt því að túlka það með hljóði og hreyfingu.

  • Greina vatnshljóð

    Markmið - Börn haldi einbeitingu með því að hlusta og greina mismunandi tóna.

    Efniviður - Sandur, grjón, vatn og/eða sykur, litlar plastflöskur.

    Staður - Inni eða úti.

    Lýsing - Sandur, grjón, vatn eðs sykur sett í litlar plastflöskur og flöskurnar hristar til að mismunandi hljóð myndist. Börnin loka augunum og greina hvaða hljóð þau heyra og ef þau heyra vatnshljóð opna þau augun. Einnig er hægt er að nota flöskurnar sem hljóðfæri til þess að spila og syngja.

  • Vatn og krukkur

    Markmið - Börn gera vísindalega tilraun með því að hlusta á og greina tóna. Þau skapa tónlist og læra að hlusta á aðra.

    Efniviður - Krukkur, prik, vatn, klukkuspil og upptökutæki.

    Staður - Inni eða úti.

    Lýsing - Börn setja vatn í nokkrar krukkur slá með priki í þær til að mynda hljóð. Börnin hlusta á hvort hljómarnir séu mismunandi og ef þeim finnst það, af hverju þá?

  • Dropamálverk

    Markmið - Tilraun með málningu. Börn haldi einbeitingu, sýni sjálfstæði í vinnu og læri að vinna saman.

    Efniviður - Þykkur pappír lítill og stór, blá málning, vatn, dropateljari, tónlist, hljómtæki.

    Staður - Inni eða úti.

    Lýsing - Kennari setur dropa af þekjumálingu og vatnsdropa með dropateljara í málninguna sem sett hefur verið á þykkan pappír. Börn hreyfa pappírinn og búa til málverk. Hægt er að spila tónlist, t.d. Vals eða aðra tónlist til að sjá hvort það sé breyting.

    Einnig hægt að gera í hópavinnu, þá halda fleiri börn í pappírinn.

  • Syngja lög með hreyfingu

    Markmið - Börn skilji orð og skapi hreyfingar í gegnum söng og dans.

    Staður - Inni eða úti.

    Lýsing - Hreyfingar skapaðar við lög.

  • Slökun

    Markmið - Börn nái góðri slökun.

    Staður - Inni eða úti.

    Lýsing - Setjast í hring og rétt snerta höfuðið til að líkja eftir fallandi vatnsdropum í rigningu. Gera það sama við axlir og hendur og á þá líkamshluta sem þau velja sjálf.

    Kennari gefur merki um að stoppa og segir; „Núna er hætt að rigna. Sólin er komin“.

  • Dansspuni

    Markmið - Börn læri líkamsbeitingu, skapi hreyfingar og læri samvinnu.

    Efniviður - Myndskeið um vatnsdropa, tónlist, hljómtæki.

    Staður - Inni.

    Lýsing - Í fyrstu litlir barnahópar og síðan stórir. Spila tónlist á mismunandi hraða og sjá hvað gerist.

    Kennari sýnir myndskeið um vatnsdropa og spyr börnin hvað þau sjá og hvernig vatnsdropar hreyfi sig. Hraði, form, kraftur.

    Kennari biður börnin um að hoppa og láta sig detta eins og vatnsdropar. Sýnir því næst hægt myndskeið (slow motion) af vatnsdropum falla í vatn og dreifast.

    Börnin búa til hreyfingar eins og vatnsdropar að detta í vatn og dreifast.

    Kennari leiðbeinir og lýsir hreyfingu vatnsdropa með því að nota orð sem börnin útskýrðu sjálf í byrjun stundarinnar. Nota t.d. skjávarpa, myndvarpa eða ljósaborð til að búa til skemmtilegt námsumhverfi.