Lög um snjó
-

Frost er úti fuglinn minn,
Frost er úti fuglinn minn,
ég finn hvað þér er kalt.
Nærðu engu í nefið þitt,
því nú er frosið allt?En ef þú bíður augnablik,
ég ætla að flýta mér,
að biðja hana mömmu mína
um mylsnu handa þér.Erlent lag. Texti Höfundur ókunnur.
-

Mér er kalt á tánum
Mér er kalt á tánum,
ég segi það satt.
Ég er skólaus og skjálfandi
og hef engan hatt.Það snjóaði í morgun,
það snjóaði í dag.
Ég er hreint alveg ráðalaus,
en hvað um það?Ég syng mína vísu
um snjóinn og mig.
Tra, ra, la, la, la, la, la, la,
um snjóinn og mig. -

Fönn, fönn, fönn
Hvað er það sem fellur svona af himnum ofan? Látt’ ekki eins og þú vitir ekki hvað það er. Hvað er það sem hylur litla fjallakofann? Ekta íslensk fönn.
Hvað er það sem litlu blómin blunda undir? Ég hef bar’ ekki grænan grun um hvað það er. Hvað er það sem fýkur yfir hæð og grundir? Ekta íslensk fönn.
Fönn, fönn, fönn, fönn, íslensk fönn. Fönn, fönn, fönn, fönn, íslensk fönn. Fönn, fönn, fönn, fönn, fönn, íslensk fönn.
Ekta íslensk fönn.Hvað er það sem safnast upp í háa skafla?
Æ, hættu elsku best’ að gera gys að mér. Hvað er það sem börnin vaða upp að nafla? Ekta íslensk fönn.Viðlag
Fönnin fellur af himnum o´ná jörð.
Fönnin fellur af himnum o´ná jörð.Hvað er það sem minnir þig á jólasveina?Hvað er það sem veldur góðum geðbrigðum? Það er þetta eina sanna hvíta hreina ekta íslensk fönn.
Viðlag
Lag og texti Stuðmenn
-

Þorraþræll 1866
Nú er frost á Fróni,
frýs í æðum blóð,
kveður kuldaljóð
Kári í jötunmóð.
Yfir laxalóni
liggur klakaþil,
hlær við hríðarbyl
hamragil.Mararbára blá
brotnar þung og há
unnar steinum á,
yggld og grett á brá.
Yfir aflatjóni
æðrast skipstjórinn,
harmar hlutinn sinn
hásetinn.Horfir á heyjaforðann
hryggur búandinn:
,,Minnkar stabbinn minn,
magnast harðindin. -
Nú er hann enn á norðan,
næðir kuldaél,
yfir móa og mel
myrkt sem hel.Bóndans býli á
björtum þeytir snjá,
hjúin döpur hjá
honum sitja þá.
Hvítleit hringaskorðan
huggar manninn trautt;
Brátt er búrið autt,
búið snautt.Þögull Þorri heyrir
þetta harmakvein
gefur grið ei nein,
glíkur hörðum stein,
engri skepnu eirir,
alla fjær og nær
kuldaklónum slær
og kalt við hlær:,,Bóndi minn, þitt bú
betur stunda þú.
Hugarhrelling sú,
er hart þér þjakar nú,
þá mun hverfa, en fleiri
höpp þér falla í skaut.
Senn er sigruð þraut,
ég svíf á braut.Íslenskt þjóðlag - Texti Kristján Jónsson
-

Snjókorn falla
Snjókorn falla á allt og alla,
börnin leika og skemmta sér.
Nú ert árstíð kærleika og friðar.
Komið er að jólastund.Vinir hittast og halda veislur,
borða saman jólamat.
Gefa gjafir, fagna sigri ljóssins
syngja saman jólalag.Á jólaball við höldum í kvöld,
ég ætla kyssa þig
undir mistiltein í kvöld
við kertaljóssins loga.Plötur hljóma, söngvar óma,
gömlu lögin syngjum hátt.
Bara ef jólin væru aðeins lengri,
en hve gaman væri þá.Á jólaball við höldum í kvöld,,
ég ætla að kyssa þig
undir mistilteini í kvöld
við kertaljóssins logaPlötur hljóma, söngvar óma,
gömlu lögin syngjum hátt.
Bara ef jólin væru aðeins lengri,
:/:en hve gaman væri þá:/:Lag Shakin' Stevens. Texti Jónatan Garðarsson
-

Snæfinnur snjókarl
Snæfinnur snjókarl
var með snjáðan pípuhatt,
Gekk í gömlum skóm
og með grófum róm
gat hann talað, rétt og hratt.
"Snæfinnur snjókarl!
Bara sniðugt ævintýr,"
segja margir menn,
en við munum enn
hve hann mildur var og hýr.
En galdrar voru geymdir
í gömlu skónum hanns:
Er fékk hann þá á fætur sér
fór hann óðara í dans.
Já, Snæfinnur snjókarl,
hann var snar að lifna við,
og í leik sér brá
æði léttur þá,
-uns hann leit í sólskinið.
Snæfinnur snjókarl
snéri kolli himins til,
og hann sagði um leið:
"Nú er sólin heið
og ég soðna, hér um bil."
Undir sig tók hann
alveg feiknamikið stökk,
og á kolasóp
inn í krakkahóp
karlinn allt í einu hrökk.Svo hljóp hann einn,
-var ekki seinn-
og alveg niðrá torg,
og með sæg af börnum söng hann lag
bæði í sveit og höfuðborg.
Já, Snæfinnur snjókarl
allt í snatri þetta vann,
því að yfir skein
árdagssólin hrein
og hún var að bræða hann.Lag Steve Nelson. Texti Hinrik Bjarnason
Verkefni tengd snjó
-

Málverk úti í snjónum
Markmið - Börn hlusti á fyrirmæli og skapi list með hreyfingu.
Efniviður - Snjór, matarlitir, vatn, litlar plastflöskur, tónlist, hljómtæki.
Staður - Úti.
Lýsing - Börn ákveða sitt eigið svæði, hlusta á tónlist, hreyfa og sprauta með plastflöskum með lituðu vatni. Búa til málverk á mismunandi hátt og segja svo frá sínu verki.
-

Snjór og krukkur
Markmið - Börn geri vísindalega tilraun. Hlusta og greina tóna og skapa tónlist. Hlusta og virða hvort annað.
Efniviður - Krukkur, prik, snjór, klukkuspil, upptökutæki.
Staður - Inni eða úti.
Lýsing - Börn setja snjó í nokkrar krukkur. Búa til hljóð með priki og hlusta hvort þær hljómi allar eins. Segja hvað þeim finnst, af hverju eða af hverju ekki þeim finnist eitthvað. Einnig að spila á krukkur og syngja og spila smá tónleika fyrir hvort annað.
-

Búa til rytma með snjóboltum
Markmið - Að börn öðlist skilning á rytma og krafti.
Efniviður - Snjóboltar, hlutir sem skapa hljóð, upptökutæki.
Staður - Úti.
Lýsing - (Rytma) Börn raða jafnstórum snjóboltum til að búa til rytma. Einn bolti túlkar ta, tveir eða fleiri boltar saman túlka tí tí. Klappa, hoppa eða slá á hluti til að búa til hljóð eftir því hvernig snjóboltarnir raðast upp.
(Kraftur) Raða snjóboltum í mismunandi stærðir. Lítill bolti merkir veikt, stór bolti merkir sterkt. Klappa, hoppa eða slá á hluti til að búa til hljóð, eftir því hvernig snjóboltunum er raðað upp.
-
Frosti er úti fuglinn minn
Markmið - Orðaskilningur, upplifa hreyfingu fugla, vinna með ímyndunarafl, teikna og segja frá eigin teikningu og læra að skapa hljóð.
Efniviður - Fjaðrir, blöð, litir, pennar, tónlist, hljómtæki og hljóðfæri.
Staður - Inni.
Lýsing - Börnin velja sér eina fjöður, halda á henni og ímynda sér að hún sé lítill fugl og syngja síðan lagið. Leika sér að fjöðrum með því að blása og kasta þeim.
Hreyfa sig eins og fuglar að fljúga við undirleik tónverksins til dæmis „Fuglar“ og „Svanurinn“ úr Karnival dýranna eftir Saint-Saens.
Teikna leiðina, sem fuglarnir fljúga, spila á hljóðfæri og túlka hvert þeir fljúga. Segja frá sinni teikningu.
-

Snjóbolta tónverk
Markmið - Börn skapi hljóð með því að horfa á myndskeið og halda einbeitingu.
Efniviður - Snjóboltar, upptökutæki með slow motion, iPad, tölva, skjávarpi, hljóðfæri.
Staður - Inni eða úti.
Lýsing - Börn búa til snjóbolta og kasta, eitt í einu, á harðan flöt, til dæmis á vegg eða stóran stein til að taka upp myndskeið með slow motion. Horfa á myndskeiðið og búið til hljóð sem þeim finnst passa við hljóðið í myndskeiðinu með röddinni eða hljóðfærum. Hljóðin eru einnig gerð með myndskeiðinu þegar þau koma.
-

Dansandi snjór og snjókarl
Markmið - Börn noti ímyndunarafl í leik og séu meðvituð um rýmið. Öðlast skilning á hvernig snjórinn hreyfist. Skapi hreyfingu og læri að tengja hreyfingu og tónlist.
Efniviður - Tónlist, hljómtæki.
Staður - Inni.
Lýsing - Kennari og börn ræða saman um hreyfingar snjókorna. Hraða, kraft og áttir.
Tónlist spiluð til dæmis„Vetur“ úr Árstíðunum eftir Vivaldi eða „Vals snjókornanna“ úr Hnotubrjótnum eftir Tsjaikvoskij. Börn leika og tjá sig eftir fyrirmælum kennara.
- Börn leika snjókorn sem svífa rólega niður, síðan kemur vindur og snjór og allt fer út um allt.
- Þegar hættir snjóa fara þau að búa til snjókarl. Hnoða snjóbolta og rúlla þeim þar til að þeir stækka og verða að stórum snjóbolta. Meðan börn rúlla snjóboltanum spyr kennarinn, til að vekja athygli barna á þeirra eigin ímyndunarafli, hvernig gangi að rúlla snjóboltanum.
- Síðan búa börn til snjókarl. Setja augu, nef eða það sem þeim dettur í hug.
- Börn standa kyrr og þykjast vera snjórkarlar.
- Í lokin kemur sólin og bræðir snjókarlana.