Lög um sólina
-

Með sól í hjarta
Með sól í hjarta og söng á vörum við setjumst niður í grænni laut, í lágu kjarri við kveikjum eldinn, kakó hitum og eldum graut.
Enn logar sólin á Súlnatindi, og senn fer nóttin um dalsins kinn, og skuggar lengjast og skátinn þreytist, hann skríður sæll í pokann sinn.
Og skáta dreymir í værðarvoðum varðeld, kakó og nýjan dag. Af háum hrotum þá titra tjöldin, í takti, einmitt við þetta lag.
Lag Charles Mitchell - Texti Ragnar Jóhannesson
-

Signir sól
Signir sól sér hvern hól.
Sveitin klæðist geislaljóð.
Blómin blíð, björt og fríð,
blika fjalls í hlíð.
Nú er fagurt flest í dag.
Fuglar syngja gleðibrag.
Sumarljóð, sæl og rjóð,
syngja börnin góð.
Þýskt lag - Ljóð Gunnar M. Magnússon
-

Sól skín og skellihlær
Sólin skín og skellihlær,
við skulum syngja lag.
Vetur kaldur var í gær,
en vorið kom í dag.Fallerí, fallera,
fallerí, fallera-ha-ha-ha-ha-ha,
fallerí fallera,
en vorið kom í dag.Þjóðlag frá Austurríki
-

Sól sól skín á mig
Sólin er risin, sumar í bænum,
sveitirnar klæðast feldinum grænum.
Ómar allt lífið af ylríkum söng, unaðsbjörtu dægrin löng.Sól, sól skín á mig,
ský, ský burt með þig.
Gott er í sólinni að gleðja sig,
sól, sól skín á mig.Blómbrekkur skrautlegar iðandi anga,
andblærinn gælir við marglitan vanga.
Ómar allt lífið af ylríkum söng,
unaðsbjörtu dægrin löng.Sól, sól skín á mig,
ský, ský burt með þig.
Gott er í sólinni að gleðja sig,
sól, sól skín á mig.Lag Erlent lag - Texti Magnús Pétursson og Sveinbjörn Einarsson
-

Við göngum með hækkandi sól, sól, sól
Við göngum mót hækkandi sól, sól, sól,
og sjáum hana þíða allt er kól, kól, kól,
svo vætlurnar streyma
og vetrinum gleyma,
því vorið er komið með sól, sól, sól.Ó, heill sé þér bráðláta vor, vor, vor.
Velkomið að greikka okkar spor, spor, spor.
því ærsl þín og læti og ólgandi kæti
er æskunnar paradís, vor, vor, vor.Og hjörtu´ okkar tíðara slá, slá, slá.
Við slöngvum deyfð og leti okkur frá,frá, frá.
og leggjum til iðin í leysingakliðinn
það litla sem hvert okkar má, má, má.Skandinavískt lag - Ljóð Aðalsteinn Sigmundsson
-

Sólin skín og skellihlær
Sólin skín og skellihlær,
við skulum syngja lag.
Vetur kaldur var í gær,
en vorið kom í dag.Fallerí, fallera,
fallerí, fallera-ha-ha-ha-ha-ha,
fallerí fallera,
en vorið kom í dag.Þjóðlag frá Austurríki.
Verkefni tengd sól
-

Klappa, stappa, hoppa og spila
Markmið - Börn átti sig á atkvæðum orða.
Efniviður - Legokubbar, spjöld með punktum, ásláttarhljóðfæri.
Staður - Inni eða úti.
Lýsing - (Atkvæði) Velja orð úr texta, klappa, stappa, hoppa eða spila atkvæði. Spjöld með punktum, velja orð úr texta, klappa, stappa, hoppa eða spila atkvæði.
(Hrynur) Velja orð úr texta, klappa, stappa, hoppa eða spila hryn. Raða Lego kubbum eins og hrynur í laginu segir til um og spila. Kubbur með 4 punktum = er fjórðapartsnóta (ta) og kubbur með 2 punktum er áttundapartsnóta (tí).
-

Hljómsveit - samspil
Markmið - Börn læri að umgangast hljóðfæri og leika á frjálslega og með fyrirmælum. Einbeiting: Greina ólíkt rytma, spila í takt, hlusta á aðra og virða hæfileika þeirra.
Efniviður - Tónlist um sól, ásláttarhljóðfæri (handsmíðuð eða keypt), myndir af hljóðfærum.
Staður - Inni.
Lýsing - Börn velja hljóðfæri og finna myndaspjald af sama hljóðfæri. Kennari spilar tónlist og börnin spila frjálst á hljóðfærin.
Kennari eða barn er hljómsveitarstjóri. Þegar stjórnandinn sýnir myndaspjald af hljóðfæri, þá spila börnin á það hljóðfæri sem myndaspjaldið sýnir.
-

Búa til sól með líkamanum
Markmið - Börn vinni með öðrum (í hóp) og skapi mynstur, ásamt því að læra að hlusta eftir fyrirmælum og hvernig á að mynda traust við jafningja.
Staður - Inni eða úti.
Lýsing - Börn leggjast á gólfið eða jörðina og mynda sól, þau stjórna því hvernig þau liggja.
Eitt barn stendur upp og hoppar yfir hvert og eitt barn, þegar barnið er komið hringinn þá tekur næsta barn við.
-

Hringdans „Sól sól skín á mig“
Markmið - Börn greina hugtakið hringur, læra að búa til hring með öðrum og vinni saman í hóp. Þau hlusti á tónlist, hreyfi sig í takt og læri einfalda samsetningu á dansi.
Efniviður - Tónlist, lagið Sól sól skín á mig, hljómtæki.
Staður - Inni eða úti.
Lýsing - Leiðast í einföldum hring.
A – Ganga 8 takta réttsælis, 8 takta rangsælis.
B – 4 skref inn í hring, 4 skref aftur á bak.
Endurtaka A og B.
Hægt að hafa í stað þess að ganga.
A - Ganga 16 takta í sömu átt.
B - 8 skref inn í hring, 8 skref aftur á bak einu sinni.
-

Teikna sól
Markmið - Börn læri að greina hugtökin hringur og línur. Þau beiti mismunandi líkamshlutum og hreyfi sig og skapa með tilliti til stærðar rýmis.
Efniviður - Tónlist, blöð, litir, málningarfata, hljómtæki.
Staður - Inni eða úti.
Lýsing - Kennari biður börn að teikna sól á blað og bæta við mismunandi líkamshlutum á sólina (hendur, fætur o.s.frv.).
Teikna sól í mismunandi stærðum, til dæmis stóra sól eins og fíll væri að teikna með rana sínum. Litla sól eins og mús væri að teikna með skotti sínu. Ef þið færuð til sólarinnar með geimskipi, hversu stór yrði sólin þá?
Kennari sýnir börnum málningarfötu og biður þau um að teikna sól með ósýnilegri málningu. Nota mismunandi hæð, til sæmis ímynda sér að mála á gólf, vegg og loft. Einnig nota mismunandi líkamshluta og stærð.
-

Slökun - teikna sól á bakið á hvert öðru
Markmið - Börn nái góðri slökun og sýni umhyggju og virðingu fyrir jafningjum.
Staður - Inni.
Lýsing - Börn sitji í hring eða tvö saman.
Þau teikna rólega hring og sólargeisla á bakið á hvert öðru.
-

Jógaæfing - Sólarkveðja
Markmið - Börn skilji samhengi orða í setningu, læri samsetningu hreyfinga og sýni lipurð í samhæfingu.
Efniviður - Róandi tónlist, hljómtæki.
Staður - Inni eða úti.
Lýsing - Kennari útskýrir hreyfingar og börn herma eftir.
Teygja hátt upp til sólarinnar.
Teygja niður og kitla tærnar.
Hægri fótur aftur á bak og búa til rennibraut.
Vinstri fótur aftur á bak og leggjast á magann.
Lyfta sér upp með höndum til að líta upp til sólarinnar.
Hendur labba aftur á bak og búa til fjall.
Hægri fótur fram og búa til rennibraut.
Vinstri fótur fram og kitla tær.
Teygja hátt upp til sólarinnar.
Hendur saman fyrir framan brjóst.
Það má búa til sögu með hreyfingu.