Um - Hvernig er veðrið?

    • Að börn læri texta og taki þátt í söng.

    • Að börn skapi hljóð og hreyfingar tengt veðri.

    • Að börn spili á hljóðfæri eftir fyrirmælum.

  • Líkaminn, hljóðfæri og skapandi efniviður.

    • Syngja lög og skapa hljóð eða/og hreyfingar til að túlka veður.

    • Virkja börn til að finna út hvaða hljóðfæri þeim finnst passa við veðurhljóð

    • Börn spila á hljóðfæri til að mynda veðurhljóð.

    • Nota skapandi efnivið til þess að virkja ímyndunarafl enn frekar

    • Hugmynd: Skipta börnum upp í hópa með mismunandi veðurhljóð.

  • Hugmyndir af hreyfingum:

    • Rigning - Fingur hreyfðir niður og hljóð skapað.

    • Sól - Hendur hreyfðar í hring og hljóð skapað.

    • Snjór - Hendur hreyfðar með því að teikna punkta og hljóð skapað.

    • Vindur - Hendur hreyfðar til hliðar og hljóð skapað.

  • Tilgangurinn er að virkja börn í að læra og túlka texta með tjáningu.

Dæmi um notkun

Meistari Jakob veðurlag

Hvernig er veðrið, hvernig er veðrið? Heyrir þú? Heyrir þú?

Það er... . Það er ... (velja veður - t.d. rigning)

Drip drop drip, drip drop drip. (veður hljóð)