Tónlist og skapandi hreyfing fyrir börn
Hvernig er veðrið í dag?
Börn geta meira en við höldum.
Með því að hvetja börn til að nota sitt eigið mál er ýtt undir forvitni, ímyndunarafl, sköpunargleði, skynjun og hugsun.
Gefum börnum tíma og rými til að skynja og uppgötva veröldina á eigin forsendum.
Leikskólinn Fagrabrekka
Asako sérgreinastjóri í leikskólanum Fögrubrekku hefur útbúið efni með áherslu á tónlist og skapandi hreyfingu. Börn eru fengin til þess að afla, fanga og túlka söngtexta þar sem þau taka þátt í að skapa eigin sjálfsmynd, sjálfstæði og hæfni.